Sögur af Umdæmisþingi
Það var gaman að koma á Umdæmisþing í Reykjanesbæ. Dagskráin var frábær og gestgjafar höfðu greinilega lagt sig fram um að allt gengi vel. Kærar þakkir fyrir mig!
Í framhaldi af frábæra þessu þingi langar mig til þess að hvetja þá sem komu og þá sem stóðu að undirbúningi til þess að senda inn skemmtilegar sögur. Það gerist margt á slíku þingi og örugglega ennþá fleira í undirbúningsfasanum.
Aðrir rótarýfélagar, þeir sem ekki komust á þingið, hafa vafalítið gaman af því að heyra sögurnar.
Mig langar líka til þess að biðja þá sem tóku myndir um að senda þær til ritnefndar sem mun koma þeim á netið, öðrum til ánægju. Þá er bara að setjast niður með pennann (afsakið, lyklaborðið) að vopni og senda sögurnar...