Fréttir

27.9.2006

Tilnefning til umdæmisstjóra 2009-2010 óskast

Nú styttist óðum í að frestur til að tilefna umdæmisstjóra fyrir starfsárið 2009 til 2010 renni út. Lokadagsetning er 10. október n.k.

Valnefnd umdæmsins skorar á forseta klúbbanna að bregðast vel við og sjá til þess að hver rótarýklúbburinn  tilnefni umdæmisstjóraefni fyrir umrætt tímabil.

Í bréfi formanns valnefndar segir m.a.: Það er löngu sannað að það gerir starfinu í hverjum kúbbi afar gott að leggja til umdæmisstjóra á nokkurra ára fresti. Þess vegna á hver klúbbur að leggja metnað sinn í að taka þátt í útnefningu umdæmisstjóra með því að velja færan einstakling úr klúbbnum og senda tilnefningu hans til skrifstofu Rótarýumdæmisins á Íslandi.

 

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning