Fréttir

30.4.2009

Uppfærð grundvallarlög rótarýklúbba komin á síðuna

Hverjum rótarýklúbbi ber skv. lögum RI að taka upp þessi grundvallarlög

Umdæmisráð hefur staðfest íslenska útgáfu að grundvallarlögum rótarýklúbba og hafa þær verið settar hér á síðuna en bein slóð á þau eru hér.

Sérhver rótarýklúbbur hefur í raun tvenn lög, grundvallarlög rótarýklúbbs og sérlög rótarýklúbbs. Geri alþjóðahreyfingin breytingu á grundvallarlögum rótarýklúbba skal sérhver rótarýklúbbur samþykkja þær á klúbbfundi og ávallt tryggja að sérlög klúbbsins stangist ekki á við grundvallarlögin eða aðrar samþykktir Rotary International eða  Rótarýumdæmisins á Íslandi. Nú hefur umdæmisráðið gefið út ný grundvallarlög rótarýklúbba og liggur því fyrir hjá öllum íslenskum rótarýklúbbum að uppfæra grundvallarlög klúbbsins og sérlögin stangist þau á við grundvallarlögi. Breytingar hafa m.a. verið gerðar á mætingarskyldu auk þess sem ný ákvæði hafa komið inn um þjónustuleiðirnar fjórar.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning