Fréttir

30.6.2005

Stjórnarskipti í Rótarýklúbbi Selfoss

Bryndís Brynjólfsdóttir, fráfarandi forseti klúbbsins að flytja ársskýrslu sína en starfsárið undir hennar stjórn var með fjölbreytt og skemmtilegt.

Stjórnarskipti fóru fram í Rótarýklúbbi Selfoss á fundi þriðjudagskvöldið 28. júní í Hótel Selfossi. Þar lét Bryndís Brynjólfsdóttir, eina konan í klúbbnum af embætti forseta og Kristján Már Gunnarsson tók við embættinu.

Í ársskýrslu Bryndísar kom m.a. fram að á starfsárinu voru haldnir 49 fundir þar sem fjallað var um hin ýmsu málefni. 18 gestir komu á fundi klúbbsins og héldu erindi og 14 erindi voru haldin á vegum félaga í klúbbnum. Þá voru sex fundir haldnir á hinum ýmsum stöðum og 3 skemmtanir voru haldnar á vegum skemmtinefndar.

Einnig var farið í haustferð og vorferð á starfsárinu, þorrablót haldið í Tryggvaskála og gróðursetningarferð var farin í Laugardælaeyju svo eitthvað sé nefnt. Skráðir gesti í gestabók klúbbsins á starfsárinu voru 77. Í dag eru 33 félagar í Rótarýklúbb Selfoss og má geta þess að tveir af félögunum, þeir Ólafur Helgi Kjartansson og Jón R. Hjálmarsson hlutu Paul Harrisson merki með safír á nýliðnu umdæmisþingi fyrir störf að málefnum Rótarý.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning