Fréttir

27.9.2006

60 ára afmælishátíð Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar

Þann 7. október nk. heldur Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar stórhátíð í tilefni þess að klúbburinn verður 60 ára 9. október nk. Heiðursgestir klúbbsins er umdæmisstjóri og frú og fulltrúar dótturklúbba og móðurklúbbs.

Það væri félögum í klúbbnum mikil ánægja ef rótarýfélagar úr öðrum klúbbum sæju sér fært að samgleðjast þeim á þessari hátíð.

Hátíðin verður í Frímúrarahúsinu í Hafnarfirði, laugardaginn 7. október og hefst með fordrykk og tónlist kl. 19. Kl. 19.30 verður vísað til borðs og þá hefst hátíðardagskrá. Inner Wheel-klúbbur Hafnarfjarðar er 30 ára um þessar mundir og sameinast þeir með rótarýklúbbnum um hátíðina.

Breiðbandið skemmtir og Alda Ingibergsdóttir, sópransöngkona syngur en Magnús Kjartansson og Sigríður Beinteinsdóttir leika og syngja fyrir dansi. Miðaverð er aðeins 5000 kr. á mann og er niðurgreitt af klúbbnum. Panta má miða með því að senda póst á hafnarfjordur@rotary.is Sjá nánar hér.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning