Fréttir

20.7.2016

Skákmót rótarýklúbbanna 19. október n.k.

Rótarýklúbbur Reykjavíkur í samvinnu við Rkl. Reykjavík Breiðholt og Rkl. Þinghól í Kópavogi stendur fyrir skákmóti rótarýklúbbanna á Íslandi, miðvikudaginn 19. október 2016 kl. 20.00 á Hótel Sögu í Reykjavík. Mótið er opið öllum rótarýfélögum á landinu sem og gestum þeirra.

Á mótinu verða tefldar 7 umferðir með styttri umhugsunartíma og er áformað að mótið standi í um tvær klukkustundir. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í sveitakeppni en þar telja samanlagðir vinningar tveggja bestu rótarýfélaga frá hverjum klúbbi. Jafnframt verða veitt einstaklingsverðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Þátttökugjald er kr.1500.

Skákáhugamenn rótarýklúbbanna nær og fjær eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri dagskrá og léttu skákmóti. Skráningarfrestur er til 10. október nk. Eru jafnt byrjendur sem lengra komnir hvattir til þátttöku. Skráning er hjá formanni skáknefndar Friðrík Ólafssyni fridrikol@simnet.is en auk hans skipa nefndina Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gunnar Finnsson og Jón Guðlaugur Magnússon.

Fyrsta skákmót Rótarýklúbbanna á Íslandi, sem haldið var 7.apríl 2014,  tókst afar vel. Eins og í öðrum íþróttum kepptu þar skákmenn af öllum stærðum og gerðum, enda eina þátttökuskilyrðið að kunna mannganginn. Mætum sem flest og höfum gaman af!

Meðfylgjandi mynd var tekin á fyrsta rótarýskákmótinu sem var í umsjá Rkl. Reykjavík Breiðholt.

Sjá myndband



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning