22.9.2015
Ungmennabúðir á Tævan í vetur
Æskulýðsnefnd umdæmisins hefur borist boð frá Tævan um þátttöku frá Íslandi í vetrarbúðum ungmenna, sem rótarýklúbbar þar í landi skipuleggja fyrir tímabilið 26. desember 2015 til 8. janúar 2016. Nánari upplýsingar er að finna í dagskrá, sem fylgir hér með.

