Fréttir

5.6.2009

Formót hefst í dag, umdæmisþing á morgun

 

Framtíðarsýn, félagafjölgun og alþjóðaþjónusta meðal umræðuefna á umdæmisþingi Rótarýhreyfingarinnar

Í dag, 5. júní kl. 08.30, hefst formót umdæmisþings íslenska Rótarýumdæmisins á Hótel Loftleiðum. Mótið er fyrir alla þá sem taka við embættum forseta og ritara í klúbbunum, nánast er um skyldumætingu að ræða, ekki síst vegna fræðslunnar en ekki síður nauðsynlegt vegna félagslega þáttarins, það víkkar sjóndeildarhringinn og gefur möguleika á að kynnast félögum í öðrum klúbbum sem er mjög gefandi, og er oft upphaf að frekari kynnum.. Mótið hefst með ávarpi Ellenar Ingvadóttur umdæmisstjóra en setning formótsins er í höndum Sveins H. Skúlasonar, verðandi umdæmisstjóra. Fyrir hádegi er rótarýfræðsla en eftir hádegi fræðsluerindi, umræður og skipt í umræðuhópa. Í kvöld er svo Rótrýfundur í Víkinni, sjóminjasafninu á Grandagarði.

Umdæmisþingið hefst á laugardag kl. 08.30, en síðan taka við ávörp og Rótarýmálefni þar sem m.a. er fjallað um framtíðarsýn á nýjum tímum, félagafjölgun, Rótarýsjóðinn og alþjóðaþjónustu en eftir hádegið eru svo hefðbundin þingfundarstörf þar sem m.a. verður flutt skýrsla umdæmisstjóra, ársreikningar kynntir, fjárhagsáætlun lögð fram, kynning á friðarstyrkjum og kynntar tilnefningar umdæmisstjóra 2011 – 2012.

Um kvöldið er hátíðarkvöldverður á Hótel Loftleiðum sem hefst 18.30 með móttöku.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning