Fréttir af starfinu
Umsóknarfrestur um skiptinemadvöl
Skila þarf umsóknum fyrir 1. desember
Nú er réttur tími til að undirbúa klúbbinn fyrir skiptinemadvöl næsta árs. Umsóknarfrestur er til 1. desember nk.
Æskulýðsnefnd umdæmisins hvetur alla rótarýfélaga til að láta þetta spyrjast út til ungmenna á sínu klúbbsvæði. Ungt fólk fætt 1993-1995 getur sótt um skiptinemadvöl á vegum Rótarýs. Ath. að umsækjandi má ekki vera orðinn 18 ára í ágúst 2011. Sjá nánar um skiptinemadvöl hér.
Æskulýðsnefnd umdæmisins veitir nánari upplýsingar. Hægt er að senda fyrirspurnir til youth@rotary.is