Sumarbúðir

Sumarbúðir Rótarý

Æskulýðsnefnd berast árlega allmörg boð um þátttöku í sumarbúðum erlendis eða stuttum ferðum sem skipulagðar eru af rótarýklúbbum í Evrópu (einnig stundum í USA og Kanada).

Nefndin sendir þessi boð áfram til íslensku klúbbanna hverju sinni ásamt aldursmörkum og öðrum upplýsingum auk þess að birta þau hér á síðunni.

Um þátttöku í sumarbúðum:

Kostnaður:

Þátttakandi greiðir fargjald á áfangastað og þarf að hafa með sér vasapening fyrir einkaútgjöld. Annað greiða gestgjafarnir svo sem mat, gistingu, skoðunarferðir o.s.frv. Í nokkrum tilfellum er farið fram á greiðslu, yfirleitt fyrir leigu á búnaði svo sem köfunarbúnaði, fjallahjóli o.s.frv. Þetta er tekið fram á boðslista yfir sumarbúðir.

Tími:

Um það bil tvær vikur. Mismunandi tímasetning.

Íslenskar sumarbúðir - í skógræktarsvæði Rkl. HafnarfjarðarGisting:

Oftast er gist aðra vikuna á heimili rótarýfélaga og hina vikuna á hótelum, gisti- eða farfuglaheimilum. Einnig er möguleiki á að gist sé um borð í bátum, í fjallakofum o.s.frv.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er mismunandi, allt frá miðjum mars til loka maí. Hins vegar er úthlutað eftir kerfinu "fyrstur kemur, fyrstur fær" þannig að mikilvægt er að bregðast skjótt við. Verið getur að fullskipað sé í einhverjar búðir þótt umsóknarfresturinn sé ekki liðinn.

Yfirleitt er aðeins einn þátttakandi frá hverju landi í hverri ferð fyrir sig og því er þetta frábær leið til að kynnast ungu fólki frá ýmsum löndum Evrópu. Í hverjum hópi eru frá 10 til 18 manns. Ungmennunum er boðið á rótarýfund þar sem það kynnir sig, afhendir rótarýfána og tekur við rótarýfána og segir frá hvaða landi það kemur.

 
Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning