Skilyrði og umsókn

Skilyrði og umsókn

Skilyrði:

Umsækjendur geta verið börn eða barnabörn rótarýfélaga eða aðrir sem áhuga hafa á að taka þátt í sumarbúðunum.

  • Aldur: 15 til 24 ára
  • Tímabil: vika til þrjár vikur.
  • Heimili: Dvalið hjá fjölskyldu og/eða í sumarbúðum.
  • Umsókn: Samkvæmt boðsbréfi til rótarýklúbba.
  • Kostnaður: Ferðakostnaður, vasapeningar og tryggingar og stundum aukakostnaður, tilgreint á listanum.

Umsókn:

Þegar þú sérð sumarbúðir sem þú hefur áhuga á að taka þátt í sendir þú póst á youth@rotary.is með upplýsingum um nr og landi/löndum í áhugaröð eða hefur samband við Klöru Lísu Hervaldsdóttur í síma 856 5909 eftir kl 17:00.

Þá verður athugað hvort laust sé í viðkomandi ferð og ef svo er, þá færðu aðstoð við að ganga frá eyðublaði sem sendist til viðkomandi rótarýklúbbs.

Þessi tilboð eru fljót að fara, þannig að menn þurfa að bregðast skjótt við og „panta“ strax ferð áður en einhver annar gerir það! Reglan sem gildir er "fyrstur kemur fyrstur fær".
Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning