Sumarskiptinemar

Sumarskipti - frá heimili til heimilis

Æskulýðsnefnd Rótarý umdæmisins hefur milligöngu um skammtíma skipti ungmenna á aldrinum 15-19 ára í sumarleyfi. Ungmenni frá Íslandi sem fær meðmæli rótarýklúbbs, sækir um að dveljast í 3-6 vikur  á heimili jafnaldra af sama kyni erlendis og síðan kemur erlendi unglingurinn til jafn langrar dvalar á Íslandi. Þetta eru skipti milli tveggja fjölskyldna í sitt hvoru landinum, sem eiga son eða dóttur, sem vilja upplifa ævintýri í sumarfríinu, kynnast nýju fólki og nýjum siðum, nýju tungumáli og vera saman í landi hvors annars. Kostnaður við þessi skipti eru alfarið á höndum fjölskyldnanna. 

Umsóknarfrestur: Samkvæmt samningi við æskulýðsnefnd. eftir því sem óskir koma fram og boð berast.

Frekari upplýsingar gefur æskulýðsnefnd umdæmisins.

17.apríl 2016 er æskulýðsnefnd að leita að þremur fjölskyldum með stúlkur til að skipta fjölskylduskipti við Mexico umdæmi 4170 í sumar. Það eru þrjár stúlkur sem vilja endilega koma til Íslands, Ein, Reul er fædd 1998 og önnur Ale er fædd 1999. Sú þriðja Kiyo er fædd 1999. Upplýsingar gefur Hanna María S.893 3141. E-mail  hanna@apotek.is.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning