Fréttir

7.5.2016

Persónuleg gjöf til Rótarýsjóðsins

Ólafur Helgi Kjartansson, fyrrv. umdæmisstjóri, ritar hvatningarorð

 

Rótarýsjóðurinn eða Rotary Foundation sem svo heitir á ensku skiptir máli. Íslenzkir rótarýfélagar kannast við Rótarýsjóðinn þó flestir leiði ef til vill hugann sjaldan að Rotary Foundation. Rótarýsjóðurinn er eitt mikilvægasta tæki Rotary International, sem saman stendur af rótarýklúbbum í heiminum. Sennilega er útrýming lömunarveiki stærsta einstaka verkefnið sem langflestir kannast við. Það hófst 1985 og þá smituðust 350.000 manns, að langsamlega stærstum hluta börn, af Polio eða veirunni sem veldur lömunarveiki með þeim afleiðingum að lamast og búa við skert lífsgæði upp frá því. Nú búa aðeins 2 lönd í heiminum við lömunarveiki, Afganistan og Paksistan og tilvikin í ár eru 12. Árangurinn er ótrúlegur.

Þó vonir hafi staðið til þess að útrýma lömunarveiki á aldarafmæli Rótarýs 2005 stendur baráttann enn í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina, WHO, auk fleiri eins og Melinda and Bill Gates Foundation, sem leggur fram tvöfalt það sem rótarýmenn safna.  Nú sér fyrir enda átaksins. Skólar, brunnar og styrkir alls konar eru hluti af starfsemi Rotary Foundation. Íslenzkir klúbbar haf lagt fram fé til sjóðsins og þeirra góðu verkefna sem á vegum hans eru unnnin.

Að þessu sinni er vakin athygli á því að einstakir rótarýfélagar geta lagt sjóðnum lið með ýmsum hætti. Every Rotarian Every Year, EREY, gerir ráð fyrir því að rótarýfélagar leggi fram sem svarar 100 bandarískum dollurum ár hvert. Það jafngildir um 1000 krónum á mánuði og er hægt að gera með því að fara á vefinn rotary.org og smella á give. Séu gefnir alls 1000 dollarar veitir það færi á Paul Harris viðurkenningu eða PH orðu. Þar telja samanlagðar gjafir þar til 1000 dollara markinu er náð. Einnig er til Paul Harris Society, sem gerir ráð fyrir því að sá sem gengur til liðs við það gefi endurtekið 1000 dollara á hverju Rótarýári. Alls hafa 5 íslenzkir rótarýfélagar gengið til liðs við þann félagsskap.

Loks má geta þess að tveir íslenzkir rótarýfélagar, þeir Ómar Steindórsson fyrrum stjórnarmaður Rotary International og undirritaður hafa gerzt Major Donors eða stórgjafar og gefið að minnsta kosti 10.000 dollara í Rotary Foundation.

Þess má geta að af því fé sem rennur til sjóðsins fara um 95% framlaga beint til verkefna hans. Öllum umsýslukostnaði er haldið í lágmarki.

Tilgangur þessara skrifa er tvíþættur: 1. Að hvetja klúbba til þess að senda framlög til Rótarýsjóðsins hið allra fyrsta og 2. Að hvetja einstaka rótarýfélaga til þess að leggja sjóðnum lið með persónulegum framlögum.

Sem fyrr segir er það einfalt og bæði umdæmisskrifstofan og undirritaður eru reiðubúin að veita aðstoð vilji menn gera það. En eitt hundrað dollarar duga fyrir bóluefni gegn lömunarveiki handa rúmlega 140 börnum, bókum fyrir heilan skóla í Afríku eða brunni með hreinu vatni. Þannig stuðlar hver gjöf að heilsu, hreinlæti eða menntun barna í þróunarlöndum, einu eða öllu, allt eftir því hve stór gjöfin er.

Ágæti rótarýfélagi. Ef þú hefur hug á því að gefa til þess að bæta heiminn er það einfalt og öruggt með því að fara inn rotary.org og gefa með því að nota kreditkort. Undirritaður hvetur alla til þess að leggja Rotary Foundation lið með þessum hætti.

                                                                                               Ólafur Helgi Kjartansson, umdæmisstjóri 1994-1995, og Endowment/Major Gifts Adviser Rotary International Zone 16.  



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning