Fréttir

16.2.2006

Blaðamenn í rótarý

Ritstjóri Sundsvalls Tidning, Kjell Carnbro, segir í Rotary Norden að hann hafi ákveðið að standa fyrir utan rótarýhreyfinguna. 

Carnbro segist hafa velt þessu mikið fyrir sér og komist að þeirri niðurstöðu að þetta tvennt gæti rekist á, annars vegar aðhaldshlutverk fjölmiðlanna og hinsvegar innganga í Rotary og því ákveðið að standa fyrir utan. Hann tekur fram að hann myndi sennilega líta á forystu/stjórnarþátttöku í stóru og áberandi íþróttafélagi með sama hætti.  

 

Hafa rótarýfélagar einhverja skoðun á þessu?


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning