Fréttir
  • IMG_6731_2

5.2.2011

Fimm nýir félagar boðnir velkomnir

Miðvikudaginn 2. febrúar fjölgaði félögum í Rótarýklúbbi Grafarvogs um fimm.

Þau Auður G. Eyjólfsdóttir tannlæknir, Guðrún Ýrr Tómasdóttir markaðsstóri, Helgi S. Helgason framkvæmdastjóri, Jóhannes Bárðarson sérfræðingur og Jón Valgeir Gíslason framkvæmda og rekstarstjóri eru nýjustu félagarnir í Rótarýklúbbi Grafarvogs. Þetta er allt hæfileikafólk á sínu sviði og frábært að fá það til starfa í klúbbnum sem heldur upp á 10 ára afmæli sitt á þessu ári.
Klúbburinn hefur alla tíð verið afar ungur í anda, með fremur lágan meðalaldur félaga og breytti innganga þessara nýju félaga engu þar um nema síður sé. Við bjóðum þau hjartanlega velkomin og hlökkum til að eiga með þeim góðar stundir í framtíðinni.