Skiptnemar

Tveir skiptinemar

Patric Witcombe frá Ástralíu dvaldi hjá okkur allt árið 2004 og Linda Gödeke hluta árs 2005.

Patrick Witcombe dvaldi hjá okkur á árinu 2004.  Hann hefur skrifað grein um dvöl sína á Íslandi en hún birtist í Grafarvogsblaðinu í mars 2006 í þýðingu Björns J. Tryggvasonar.  Greinina er hægt að lesa hér á ensku eða þýdda á íslensku.

Bréf frá Pat á íslensku
Minningar frá ári á ís.
Soðin svið, ís, snjór, norðurljós og sólríkar nætur. Þetta eru nokkrar af óvenjulegum minningum sem ég mun ætíð geyma með mér. Ég heiti Patrick Witcombe, Patrekur á íslensku. Ég var svo stálheppinn að vera skiptinemi á vegum Rótarýklúbbsins í Grafarvogi árið 2004. Ég mun aldrei gleyma tímanum á Íslandi.
Fyrsta morguninn vaknaði ég 4 stundum fyrir sólaruppprás, það var ískalt og napur vetur. Ég var enn þreyttur eftir flugið þegar ég fór í skólann til að hitta trúnaðarmann minn og vin Björn Tryggvason. Þrátt fyrir að flestir myndu sjálfsagt vera kvíðnir og einmana, hef ég aldrei verið jafn spenntur á ævinni. Þegar sólin loks kom upp þennan dag og fegurð og ljómi Íslands birtist, vissi ég að ég hafði valið réttan dvalarstað.
Fljótlega komst ég að því að Íslenskt landslag verður aldrei leiðinlegt. Ég býst við að það sé vegna þess hve síbreytilegt veðrið er, það sem fyrir augu ber lítur allt öðru vísi út í öðru veðri. Þrátt fyrir að ég hafi lent í vandræðum vegna of mikils lesturs, þótti mér ákaflega gaman í öllum ferðunum sem fjölskyldurnar fóru með mig um þetta spennandi land.
Margar minningar frá Íslandi eru tengdar mat. Þegar ég segi frá dvöl minni í Rótarýklúbbum í Ástralíu og að ég hafi borðað hrútspunga, svið, skötu, hangikjöt o.s.f.v., horfa þeir vantrúaðir á mig. Ég þurfti að „prófa allt“ og hélt mig við þann ásetning, en fékk mér ekki alltaf aftur á diskinn. En ég sakna fisksins, þar sem ég bý er fiskur mjög dýr og ekki alltaf góður. Ég komst aldrei að því hvort Björn Viggósson var að spauga þegar hann sagði mér að kjötið sem ég var nýbúinn að borða væri reykt hrossakjöt. Þegar dvöl minni lauk var ég farinn að kunna vel við íslenskt skopskyn.
Ég dvaldi hjá þrem fjölskyldum á Íslandi. Björn Viggósson (pabbi 1) var fyrsti fósturfaðir minn. Frá dvöl minni þar á ég margar góðar minningar frá alls konar söfnum og tónleikum. Hann fór snemma með mig á sinfoníutónleika, upplifun sem erfitt er að jafna. Björn sýndi mér líka Reykjavík, ég farþegi á mótorhjólinu hans – snaggaralegt, kalt en minnisstætt. Árni Björnsson var frábær bróðir. Við fórum í jeppaferðir á jökla og urðum veðurtepptir í stórhríð. Birna Björnsdóttir fór með mig í heimsóknir á bóndabæi og fleiri ævintýri. Halla (mamma) var einstæð í að kenna mér undirstöðu í Íslensku og leyfði mér að nota eldhúsið til að elda Ástralskan veislumat.
Næsta fjölskylda komst líka að því hvílílkur sóði ég er í eldhúsinu og mynduðu þau hveiti sporin mín sem lágu um allt hús. Bjarni Grímsson (pabbi 2) var annar fósturpabbinn. Fjölskyldan gerði allt sem í þeirra valdi stóð til að mér liði sem best. Meira að segja gaf Vilhelm herbergið sitt eftir (fyrirgefðu Vilhelm). Bjarni var frábær og hjálpaði mér að átta mig á öllum aðstæðum. Hann gaf mér mörg kort og alls konar leiðbeiningar til að ég rataði betur um nágrennið og ég fór að kynnast Reykjavík betur. Hann gaf mér miða á frábæra píanótónleika með Sinfoníunni. Bjarni reddaði mér líka bestu hugsanlegu sumarvinnu. Ég vann sem götulistamaður hjá ITR þar sem ég lærði að ganga á stultum og að gleypa eld. Brynja (mamma 2) var frábær fósturmóðir, kenndi mér að elda jólamat og gaf mér marga íslenska þjóðarrétti. Brynja var líka hafsjór af  fróðleik og kenndi mér margt um landið og söguna. Aftur var ég svo stálheppinn að hafa jafnaldra á heimilinu. Vilhelm og Atli voru skemmtilegir og gættu mín eins og eldri bræður gera. Atli veit meira um kvikmyndir en flestir leikarar, hann vann líka fullt af bíómiðum í Borgarbíó. Vilhelm og vinir hans voru mér góðir félagar. Fjölskyldan fór með mig yfir hálendið og á marga áhugaverða og fallega staði um allt land.
Þriðji og síðasti fósturfaðirinn var Eiríkur Arnarson (pabbi 3), hann er góður í ballskák og er mjög skemmtilegur. Eiríkur og Gulla (mamma 3) fóru með mig í ýmsar ferðir m.a. á skíði og gáfu mér mikið af  tertum og kökum. Óskar og Grétar voru frábærir bræður og kenndu mér að spila á gítar. Þeir eru líka skemmtilegir eins og pabbi þeirra. Dagbjört Helga var dugleg að kenna mér íslensku og var mjög skemmtileg. Þegar mamma kom í heimsókn til Íslands var þessi fjölskylda mjög gestrisin og dugleg að sinna okkur eins og hinar fjölskyldurnar.
Ég gekk í Borgarholtsskóla og kynnist þar mörgum vinum fyrir lífstíð. Ég kom fram í Sjónvarpinu með „B“ á bringunni þegar skólinn keppti í „Gettu betur“. Ég fór oft á skemmtileg skólaböll. Ég reyndi líka að læra dálítið í skólanum, en hafði mest gaman af að syngja í kórnum. Ég var stystur en hafði samt dýbstu röddina.  Ég er þakklátur Rótarýklúbbnum í Grafarvogi fyrir að vista mig sem skiptinema þessa 12 mánuði. Ég er þeim afar þakklátur fyrir það sem þeir hafa gert fyrir mig. Mér var boðið á marga fundi á árinu og ýmsar áhugaverðar uppákomur. Ég kynnist öllu því sem klúbburinn gerir fyrir Grafarvoginn og segi Ástralska Rótaýumdæminu hve góður klúbburinn er.
Að lokum vil ég þakka Íslandi og Rótarý fyrir þetta frábæra ár sem þau gáfu mér. Það líður ekki sá dagur að ég tali ekki um Ísland, enda er ég ekki sami maður og sá sem kom til Íslands í janúar 2004.
Takk
Patrick Witcombe

Bréf frá Pat á ensku
Memories from a year on ice.
Boiled sheep's head, ice, snow, northern lights and sunny nights.  These are some of the extraordinary memories of my that I will always have with me.  My names is Patrick Witcombe (Patrekur to most Icelanders) and I was very lucky to be an exchange student with Rotary Grafarvogur for 2004.  I will never forget my first day in Iceland.  Waking up 4 hours before the sun rose to a bitter winters morning.  Still tired from jet lag I went to school to meet with my counselor and friend Björn Tryggvason.  Although any normal person at this stage would feel very intimidated and lonely, I had never been more excited in my life.  When the sun finally rose that day and the beauty and splendor of Iceland was unfolded I knew I had chosen the right place. 
The beauty of the landscape in Iceland never becomes boring, as I found out.  I believe this to be because of the effect that ever changing weather has on the scenery, making it almost unrecognizable from before.  And although I did get into trouble for reading to much, I did love the trips my different host families took me on across the thrilling land.
Many memories of Iceland are associated with food. When I speak to Rotary clubs in Australia and tell them that I ate sheets testicles, sheep's head, skata and hankikjort (etcetera), they look at me with disbelief.  I did have a ‘try everything' policy that I stuck to but I didn't always go back for seconds.  I do miss eating fish however, where I live fresh fish is quite expensive and not always very tasty.  I am still not sure if Bjarni Viggoson was joking or not when he told me that one sausage I ate was smoked horse, the Icelandic sense of humor was something I grew to love by the end of the trip.
I stayed with three families when I was in Iceland.  Bjorn Viggoson (pabbi 1) was my first host father and I hve some great memories with him visiting many Icelandic museums, galleries and musical performances.  He took me to the Icelandic Symphony very early in my trip, an experience that is hard to beat.  Bjorn also gave me the chance to see Reykjavik from the back of a motor bike, quick cold but memorable.  Arni Bjornison was a great host brother and took me driving up over some glaciers and we actually got stuck in a windy blizzard while Birna Bjornsdottir took me with her to visit some farms and many other exciting adventures.  Hatla (mumma) was great at teaching me the basics of Icelandic and let me use her kitchen to cook a big Australian meal.
My next family also found out what a messy cook I am taking photographs of the flour footprints that I walked through the house.  Bjarni Grimmson (pabbi 2)  was my second host father and his family did everything to make me feel at home (even kicked Vilhelm out of his room so I could use it… sorry Vilhelm).  Bjarni was great at helping me to organising myself.  He set me up with many maps and directions as I began to feel at home in Reykjavik and also bought me a ticket to see a wonderful piano concert with the Icelandic Symphony.  Bjarni also set me up with the greatest summer job ever.  I worked as a street performer in Rekjavik and learned to walk on stilts and breath fire.  Brynja (mumma 2) was a fantastic host mother and taught me do some Christmas cooking and gave me many traditional Icelandic meals.  Brynja was also a fountain of information and taught me much about Iceland and its history.  Again I was luck enough to have host brothers my age.  Vilhelm and Atli were lots of fun and looked after me like any older brother does.  Atli knows more about movies than most actors and won many free tickets to borgabio.  Vilhelm could grow a longer beard at 17 than many fully grown Australian men and he and his friends were very good to me. 
This family took my right across the country over the highlands and to many many beautiful landmarks. 
My third and final host father was Erikur Arnason (pabbi 3) who plays very good billiard, and is a very funny.  Erikur and Gulla (mumma3) took me skiing and travelling and fed me lots of Icelandic cakes and cookies.  Oskar and Gretar were great host brothers and taught me to play the guitar and were both very funny like their father.  Dagbjort Helga was very good at teaching me Icelandic and was lots of fun.  When my mother came to visit Iceland this family was very hospitable and looks after us as did the other two families. 
I went to school at Borgoholtskola and made many good friends whom I will never forget.  I got to appear on Reykjavik TV with a ‘B' on my chest during the inter school quize show.  I went to many school dancers and had lots of fun. I also tried to learn something at school but enjoyed singing in the choir the most and although I was the shortest in the choir I still had the lowest voice. 
The Rotary club of Grafavorgur was very kind in sponsoring me for the 12 months.  I am very grateful towards them for what they have done for me.  During 2004 they invited me to many meetings and many interesting events.  I was able to learn of the great things the club does for the Grafavorgur community and tell Rotary Australia what a fine club it is. 
I would like to end this log of memories by thanking Rotary and Iceland for the great year it gave me. Not a day goes by without me speaking of Iceland as I did not leave the same person that I arrived. 
Thanks
Patrick Witcombe

Linda Gödeke
dvaldi hjá okkur á árinu 2005.  Hún var ekki allan tíman sem gert hafði verið ráð fyrir.  En hún átti hér ánægjulega tíma eins og heimasíða hennar vitnar um. Sjá Mein Jahr in Island.  
Bréf frá Lindu á þýsku
 Mittwoch, November 23, 2005
Mein Jahr in Island...

...sollte es werden. Nun ist es leider nur ein viertel Jahr geworden.

Meine Zeit hier war trotz der Unangenehmlichkeiten wunderschön.
Ich habe eine Menge erlebt und gesehen, zum Beispiel von der wunderbaren Landschaft Islands.
Im Winter war das Wetter zwar oft so schlecht, dass man nicht aus dem Hause konnte, aber man weiss sich als Austauschschüler schließlich zu helfen. Im Schneesturm stapften wir zur nächsten Videothek und machten uns einen gemütlichen Abend unter guten Freunden. Nicht vergessen zu erwähnen ist die super isländische Schokolade, die war natürlich auch (zu oft) dabei.
Die Erlebnisse und die tollen Eindrücke kann mir keiner nehmen. Ich bin stolz so weit gekommen zu sein und doch ärgere ich mich, dass es dazu kommen musste abzubrechen.
Nicht immer kann es perfekt sein. Nur schade, dass es ausgerechnet bei mir war.
Dieser Austausch war mein Traum und ich wollte es unbedingt. Wie ihr sicherlich wisst, mag ich Abenteuer und dies war eines meiner größten und interessantesten. Island ist wunderbar! Dies können mir selbst die Einwohner nicht ausreden :-)
Jeder hat eine Chance verdient. Werd die Schneestürme und besonders die anderen Rotary-Inbounds sehr vermissen.
Jedoch werde ich Island immer als wundervolles Land mit toller Sprache, leckeren und ein wenig abstrakten Köstlichkeiten in meinem Hinterkopf behalten.

Takk fyrir,
Linda Gödeke!