Fréttir

17.1.2008

Ómar Steindórsson formaður umdæmanefndar alþjóðahreyfingarinnar

Bill Boyd forseti alþjóðahreyfingarinnar hefur skipað Ómar Steindórsson formann í umdæmanefnd alþjóðahreyfingarinnar (Districting Committee) í þrjú ár frá og með 1. júlí 2007.  Eins og nafnið gefur til kynna fjallar umdæmanefndin um málefni umdæmanna, vinnur að því að styrkja núverandi umdæmi og stuðlar að og undirbýr stofnun nýrra.

Ómar Steindórsson, sem er félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur, þarf vart að kynna fyrir rótarýfélögum. Hann gekk í Rótarýhreyfinguna í maí 1967 eða fyrir hartnær 40 árum. Hann hefur gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Rótarýhreyfinguna, var umdæmisstjóri 1989 ? 1990 og sat í stjórn alþjóðahreyfingarinnar 2002 ? 2004.

Það er vissulega ánægjulegt og mjög mikilvægt, ekki síst fyrir okkar umdæmi, að Ómar skuli hafa verið skipaður formaður þessarar nefndar. Hann hefur verið talsmaður hinna minni umdæma og þar með okkar og viljað að ekki yrðu gerðar breytingar á núverandi umdæmum nema að vel athuguðu máli.

Rótarýumdæmið á Íslandi og íslenskir rótarýfélagar óska Ómari hjartanlega til hamingju og munu styðja hann í starfi svo sem kostur er.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning