Umdæmisþingið hefst í dag

Þingsetning í Borgarneskirkju kl. 13.45

70. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Borgarnesi í dag og á morgun. Rótarýklúbbur Borgarness annast undirbúning og framkvæmd þess. 

Umdæmisþingið er uppskeruhátíð rotarýhreyfingarinnar og menningarsamkoma. Megin þema þingsins að þessu sinni er „Menntun-Saga-Menning“ og fengnir hafa verið landsþekktir fyrirlesarar til að fjalla um efnið í bland við heimaaðlila. Umdæmisþing er kjörið tækifæri til að kynnast og gleðjast með rótarýfélögum í öðrum klúbbum og kynnast innviðum Rótarý.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning