Fréttir

6.9.2017

Dagskrá umdæmisþingsins 6. og 7. október nk.

Umdæmisþing er uppskeruhátíð okkar Rótarýfélaga og bæði gott og gagnlegt að hittast.

72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október 2017. Það er okkur félögunum í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar sönn ánægja að bjóða ykkur ásamt mökum innilega velkomin á þingið og við vonum að þið eigið ánægjulega heimsókn í Mosfellsbæ þessa haustdaga. Dagskrá þingsins hefur verið breytt og hefst dagskrá síðdegis á föstudegi í nýja Golfskálanum Kletti. Þá verður móttaka á vegum Mosfellsbæjar, þingið verður sett og Rótarýfundur í framhaldinu.  Ræðumaður á Rótarýfundinum er Eliza Reid forsetafrú.


Þingið er haldið í framhaldsskólanum okkar FMOS á laugardeginum. Hefðbundin þingstörf verða fyrir hádegi.  Inga Dóra Sigfúsdóttir heldur fyrirlestur tengdan þema umdæmisstjóra. Tónlistaratriði og annar gagnlegur fróðleikur er einnig á dagskrá.

Makadagskrá verður farin fyrir hádegi á laugardegi undir þemanu menning - ræktun - heilsuefling.

Við skemmtum okkur svo saman á lokahófinu í Hlégarði um kvöldið. 
Veislustjóri verður stórsöngvarinn Davíð Ólafsson,
Gréta Salome kemur og skemmtir okkur með sínum einstaka hætti.
Ræðu kvöldsins flytur Illugi Gunnarsson.

Kvöldinu líkur með sveitaballi að hætti Hlégarðs með hljómsveitinni Kókos.

Við höfum tekið mið af ábendingum við samsetningu dagskrár og vonum við að hitta sem flesta Rótarýfélaga í Mosfellsbæ í byrjum október. 

Dagskráin er inni á vef Rótarý ásamt öðrum upplýsingum um þingið og skráningu á það.

Ásta Björg Björnsdóttir, formaður undirbúningsnefndar.  Sjá nánar hér


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning