Fréttir

12.1.2010

Rótarýklúbbur Akranes fagnar tímamótum með sérstökum hætti

Klúbburinn lét gera staupglös merkt klúbbnum og 3000.  fundinum

Á 3000. fundi Rótarýklúbbs Akranes var afmælisins minnst með því að lyfta glösum og skála fyrir afmælisfundinum.  Glösin sem allir fundarmenn fengu til eignar eru eiguleg glös með nafni klúbbsins, rotarymerkinu og áletrun til að minnast 3000. fundarins.  Glösin verða seld á starfsárinu til styrktar verkefnum klúbbsins, og kosta 500 krónur. Það er full ástæða til að hrósa þessu framtaki, glösin verða auk þess safngripur með tímanum og kosta litlar 500 krónur.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning