Fréttir

19.10.2016

Rausnarlegar móttökur og góður fundur í Gerðarsafni

Að aflokinni setningarathöfn umdæmisþingsins var móttaka í Gerðarsafni í boði bæjarstjórnar Kópavogs. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, ávarpaði gesti og síðan kom fram þjóðlagahópur 14-16 ára nema í Tónlistarskóla Kópavogs undir stjórn Eydísar Franzdóttur. Því var haldinn rótarýfundur.

Léttur kvöldverður var fram borinn og fundur settur í Rótarýklúbbi Kópavogs sem Jón Emilsson, verðandi forseti, stjórnaði.

Hinir erlendu gestir frá Hollandi og Danmörku fluttu ávörp og skipst var á klúbbfánum.

Ólafur Tómasson, fyrrv. póst- og símamálastjóri og félagi í Rkl. Kópavogs, sagði skemmtilega frá starfinu í klúbbnum en hann hefur verið félagi síðan 1963 og sótt rótarýfundi manna best, innanlands sem utan, og oft sem ræðumaður.

Það skorti heldur ekkert á skemmtilegheitin hjá Guðna Ágústssyni, fyrrum landbúnaðarráðherra. Guðni ræddi reyndar hin alvarlegri hugðarefni sín við rótarýfólk en átti líka auðvelt með að fá viðstadda til að hlæja dátt að ótrúlega fyndnum athugasemdum sínum og gamansögum. Sá var gállinn á Guðna að þessu sinni sem oftar enda hlaut hann þakkir allra með langvinnu lófataki.

Sjá meira

Texti og myndir MÖA


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning