Fréttir

9.11.2006

Jólamerki Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar

Jólamerki Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar í ár eru teiknuð af Bjarna Jónssyni, klúbbfélaga, sem oft áður. Fyrstu merki klúbbsins voru gefin út 1958 í tengslum við 50 ára kaupstaðarafmæli Hafnarfjarðar. Sama ár var fyrst gefið út jólamerki klúbbsins og hafa þau verið gefin út árlega síðan. Merkin eru gefin út til fjáröflunar fyrir framkvæmdasjóð klúbbsins sem notaður er til uppbyggilegs starfs á vegum klúbbsins.

Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar veitir árlega fjármagn í alþjóða Rótarýsjóðinn sem er einn öflugasti styrktarsjóður heims. Þá hefur klúbburinn veitt styrki til ýmissa uppbyggilegra verkefna hér í bæ og í útlöndum. Hægt er að panta merki með því að senda tölvupóst á skuli-th@simnet.is eða hafa samband við Skúla Þórsson í síma 8946820. ? Rotary Christmas stamps. Order by mail to skuli-th@simnet.is ? See older stamps on www.rotary.is/hafnarfj  
 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning