Fréttir

23.7.2014

Andlát: Jón Hákon Magnússon, fyrrum umdæmisstjóri

Jón Hákon Magnússon, fyrrum umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi andaðist sl. föstudag 18. júlí, 72 ára að aldri. Útför hans verður gerð frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 29. júlí kl. 15.

Jón Hákon var félagi í Rótarýklúbbi Seltjarnarness frá árinu 1972 og var forseti klúbbsins 1979 - 1980. Hann var um langt skeið formaður útbreiðslunefndar umdæmisins og kom að stofnun margra klúbba í starfi sínu.  Jón Hákon var umdæmisstjóri 1993 - 1994 og um tíma fjölmiðlafulltrúi umdæmisins.

Jón Hákon nam stjórnmálafræði og blaðamennsku í Bandaríkjunum og starfaði síðan við fréttamennsku og markaðsmál. Á árinu 1986 stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni KOM ehf., Kynningu og markað, og var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis. Hann tók virkan þátt í opinberri umræðu og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Jón Hákon lætur eftir sig eiginkonu, Áslaugu G. Harðardóttur, og tvö uppkomin börn.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning