Fréttir

23.11.2007

Hátíðartónleikar Rótarý 2007

Hinir árlegu hátíðartónleikar Rótarý verða í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, föstudagskvöldið 5. janúar 2007 kl. 20.

 

Þetta eru 11. hátíðartónleikar Rótarý og hafa þeir alltaf verið einstaklega eftirminnilegir fyrir alla þá sem hafa fengið að njóta.

Á tónleikunum hefur komið fram frábært listafólk sem hefur skarað framúr á sínu sviði og skilið eftir fágæta kvöldstund í góðum félagsskap rótarýfélaga og þeirra gesta.

 

Tónleikahald Rótarý hefur verið undir dyggri og faglegri umsjá Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara og hefur hann nú fengið til liðs við sig eina af skrautfjöðrum tónlistarlífs á Íslandi, en það er Kammerkór Langholtskirkju, undir stjórn Jóns Stefánssonar.

Efnisskráin verður fjölbreytt og vandað til verks og sem fyrr er allt sem fram fer, vel kynnt fyrir flutning.

 

Tónlistarverðlaun Rótarý verða nú veitt í þriðja sinn. Sem fyrr er styrkþeginn leynigestur kvöldsins, en hann mun einnig koma fram á tónleikunum og taka þátt í dagskrá kvöldsins.

 

Aðsókn rótarýfélaga að hátíðartónleikum hefur alla jafna verið glæsileg og uppselt á nokkrum dögum og oftar en ekki hafa tónleikarnir verið endurteknir til að allir geti fengið að njóta sem vilja.

Ef aðsókn gefur tilefni til verða tónleikarnir endurteknir sunnudagskvöldið 7. janúar, en fyrst verður aðeins skráð á biðlista.

 

Miðasala

Miðasala hefst í Salnum mánudaginn 4. desember kl. 10 og er hún opin virka daga til kl. 16. Hægt er að kaupa miða símleiðis í síma 570 0400.

Miðaverð er kr. 2.800 og er óbreytt frá 2005.

 

Greiðslumáti

? Hringja í 5 700 400 ? ganga frá greiðslu símleiðis

? Leggja fram lista í afgreiðslu Salarins ( meðfylgjandi )

 

Mælst er til að fólk mæti prúðbúið til tónleikanna.

 

Pöntunarblað

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning