Fréttir
  • Rkl. Borgir heimsækir Sunnuhlíð

7.5.2008

Rótarýklúbburinn Borgir heimsótti Sunnuhlíð

Rótarýklúbburinn Borgir er einn af 11 klúbbum og félögum sem standa að Sunnuhlíðarsamtökunum. Á þessu starfsári klúbbsins var ákveðið að styðja við þá starfsemi enn frekar með því að fara í tvær heimsóknir í Sunnuhlíð.

Rkl. Borgir heimsækir Sunnuhlíð

Fyrri heimsóknin var í nóvember sl. og það var klúbbnum mikil ánægja að hefja sumarið með seinni heimsókninni á sumardaginn fyrsta.

Klúbbfélagar í Borgum byrjuðu heimsóknina á að færa öllum vistmönnum og starfsfólki hverju fyrir sig eina rós í tilefni dagsins enda eiga sumargjafir á sumardaginn fyrsta sér langa hefð - miklu lengri en jólagjafir. Einnig var boðið upp á léttar veitingar í matsalnum og þar fóru dagskráratriði fram. Þórður Helgason rótarýfélagi í Borgum var með skemmtilegan ljóðaupplestur og Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi, sungu fjölmörg lög og við góðar undirtektir undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar félaga í Borgum.

Óhætt að segja að félagar hafi farið frá Sunnuhlíð að dagskrá lokinni með sumar í hjarta.



Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning