Fréttir
  • Kenneth R Boyd

14.10.2011

Góðir gestir á umdæmisþingi

Fulltrúi alþjóðaforseta á umdæmisþinginu er Kenneth R. Boyd, RI Director og flytur hann ávarp á þinginu og á hátíðarkvöldverðinum á laugardag. Þá er Ingrid Grandum Berget, umdæmisstjóri frá Noregi fulltrúi norrænu umdæmanna og flytur hún ávarp á þinginu í dag. Meða annarra góðra gesta sem ávarpa umdæmisþingið er Erla Jónsdóttir umdæmisstjóri Inner Wheel á Íslandi.

Ingrid Grandum BergetÁvörp gestanna verða í upphafi þings sem hefst kl. 15.30. Hlutverk fulltrúa alþjóðaforseta er m.a. að meta starfið í umdæminu og framkvæmd umdæmisþingsins en umdæmisstjóri er í raun starfsmaður Rotary International.

Ingrid Grandum Berget


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning