Fréttir

21.2.2007

Skýrslur umdæmisþings 2007 í Reykjanesbæ

Ágætu rótarýfélagar.

Seint um síðir sendi ég frá mér þingskýrslu síðasta umdæmisþings er haldið var í Reykjanesbæ 9. júní 2007. Þingskýrsluna ásamt ársskýrslu umdæmisstjóra fyrir starfsárið 2006-2007 finnið þið hér á síðunni undir: Umdæmið-umdæmisþing-2007.

Við félagar í Rótarýklúbbi Keflavíkur erum ákaflega ánægðir með hvernig til tókst og með góða mætingu rótarýfélaga, maka og annarra gesta og þátttöku í þingstörfum. Við sendum ykkur öllum okkar bestu þakkir.

Ég vona að þinggögn þessi svo og myndir frá formóti og þingi sem nú er að finna í myndasafninu verði félögum til fróðleiks og ánægju. Rifji upp góðar stundir hjá þinggestum og hvetji aðra til þátttöku í þessum samkomum.

 

Nú styttist óðum í næsta þing og formót er haldin verða á Akureyri 30. og 31. maí n.k. Verðandi forsetum og riturum ber að mæta á formótið en það er, eins og þingið, einnig opið öllum rótarýfélögum. Þarna gefst ákaflega gott tækifæri til að fræðast um Rótarýhreyfinguna og störf hennar og skemmta sér í góðum félagsskap og kynnast rótarýfélögum. Ég hvet ykkur til að fjölmenna á Akureyri 30. og 31. maí.

 

Á þinginu í Reykjanesbæ voru kynntar nýjar reglur um hvernig bregðast skal við ef upp kemur grunur um kynferðislegt áreiti í æskulýðsstarfi eða ásökun um slíkt. Einnig er fjallað um hvað gera skal til hindra að slíkt gerist. Reglur þessar hafa verið samdar með hliðsjón af reglum dönsku umdæmanna og í samvinnu við alþjóðahreyfinguna sem nú hefur samþykkt þær formlega og taka þær gildi frá og með næsta starfsári. Regluverk þetta er nú að finna hér á síðunni undir: Skiptinemar.

 

Með rótarýkveðju,

Guðmundur Björnsson

fyrrverandi umdæmisstjóri

 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning