Fréttir

15.4.2012

Undirbúningur að stofnun nýs rótarýklúbbs á lokametrunum

Vel hefur gengið að undirbúa stofnun nýs Rótarýklúbbs þar sem markhópurinn er 30-40 ára einstaklingar sem áhuga hafa á að starfa að markmiðum Rótarý. Góður andi var á fundi sem boðaður var með áhugasömum væntanlegum félögum í Nauthól sl. fimmtudag en þar mættu einnig þeir rótarýfélagar sem staðið hafa að stofnun klúbbsins, umdæmisstjóri, aðstoðarumdæmisstjórar og fl.
Perla Björk Egilsdóttir, markaðsstjóri hjá SagaMedica, einn af væntanlegum rótarýfélögum, stýrði fundinum og kynnti þá sýn sem hún hefði á þátttöku í Rótarý.

Sagði hún tengslanetið áhugavert og fyrir sig virkaði það að vera rótarýfélaga eins og að vera í stórri fjölskyldu. Hún sagðist telja sig fá geta aukið skilning sinn og þekkingu á störfum annarra og í raun ætti það að vera eins og í eilífðarháskóla. Hún vænti þess að með veru í Rótarý fengi hún nýjar hugmyndir úr frjóu umhverfi fólks úr mismunandi atvinnugreinum.
Nýi klúbburinn stefnir á að vera með um helming funda sinna á vefnum og er verið að skoða hvernig það verður útfært.
Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri fagnaði frjóu starfi og sagði í stuttu máli frá starfi Rótarý og kynnti stuðningshópinn sem mættur var á fundinn.
Stefnt er að því að halda stofnfundinn sem allra fyrst þegar búið er að ganga frá lausum endum og m.a. að ákveða nafn á nýja klúbbinn.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning