Fréttir
  • GSE hópur frá Kansas 2010

3.6.2010

GSE hópurinn búinn að vera hér í viku

Fjögurra manna hópur frá Kansas í Bandaríkjum er hér á landi ásamt fararstjóra á sinni mánaðarlöngu ferð hér á landi á vegum Group Study Exchange verkefnis Rótarýsjóðsins. Þau dveljast í Hafnarfirði fram á sunnudag í boði Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar en halda þá til Borgarness.

GSE hópur frá Kansas 2010Í hópnum eru Andrea Ring, aðstoðarprófessor í sálfræði, David Naistad, prófessor í efnafræði, Sarah Harvey, tónlistarkennari og Sarah Jean Maaske, þróunarstjóri í Atwood. Fararstjóri þeirra er Carl Isaacson, sænskættaður kennari í framsögn og ræðumennsku og félagi í Rótarýklúbbnum í Lindsborg.

 

Á myndinni eru frá vinstri: Sarah Harvey, Carl Isaacson, Andrea Ring, David Naistad og Sarah Jean Maaske.

 

 

 

 

Skoðið endilega ferðasögu þeirra sem er ríkulega myndskreytt á http://sites.google.com/site/lindsborgrotaryclub/iceland-gse 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning