Golfmót Rótarý verður haldið 30. júní n.k.
Golfmót rótarýklúbba á Íslandi 2016 verður á golfvelli Kiðjabergs hjá golfklúbbi GKB fimmtudaginn 30. júní 2016. Það er Rótarýklúbburinn Reykjavík-Miðborg sem hefur umsjón með mótinu að þessu sinni. Makar rótarýfélaga eru velkomnir og keppa þeir til allra verðlauna utan sveitakeppninnar.
Mótið er bæði einstaklingskeppni og sveitakeppni klúbba. Þetta er punktakeppni með forgjöf á 18 holum. Veitt verða verðlaun fyrir hæsta punktaskor einstaklings, verðlaun fyrir besta skor einstaklinga án forgjafar, verðlaun fyrir að vera næst holu á öllum par 3 brautum, verðlaun fyrir lengsta upphafshögg og dregið úr skorkortum viðstaddra. Í sveitakeppni telur besti samanlagður árangur tveggja félaga í hverjum klúbbi, og hlýtur sá klúbbur farandbikar.
Öll holl verða ræst út samtímis kl.10:00 um morguninn og er mæting eigi síðar en kl. 9:15. Fyrir ræsingu verður skipt í holl, farið yfir röðun á teiga og staðarreglur.
Að loknum leik verður boðið upp á úrvals súpu með brauði í veitingasal klúbbsins. Eftir yfirferð skorkorta og útreikning verður verðlaunaafhending, útdráttargjafir afhentar og umsjónarklúbbur næsta móts valinn.
Mótsgjald er kr. 7.000 á mann og er innifalið í því vallargjald, súpa og kaffi. Tilboð á bílum er kr. 5.000 fyrir þá sem þess óska. Klúbburinn getur útvegað uþb. 15-20 bíla.
Skráning er til 25.júní og fer fram á www.golf.is en einnig þarf að senda tölvupóst á netfangið kidjaberg@gkb.is með þessum upplýsingum: nafn þátttakanda, kennitala, forgjöf, og nafn rótarýklúbbs ef meðlimur. Fyrirspurnir berist í sama netfang. Mótsstjóri er Jóhann Friðbjörnsson og símanúmer í golfskála er 486-4495.
Forsetar rótarýklúbba eru beðnir um að upplýsa alla félaga um mótið og hvetja alla golfara til þátttöku.
Nánari upplýsingar veitir Sólveig Pétursdóttir S. 863-9996.
Frá mótsnefnd golfmóts rótarýklúbbanna 2016