Námsstyrkir til Georgíu til eins árs
18-24 ára geta sótt um ársdvöl í háskóla í Georgíu í USA
Rótarýfélagar í Georgíufylki í Bandaríkjunum veita árlega 70-80 styrki til eins árs náms í háskóla í fylkinu, og Íslendingum er boðið að sækja um þá. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 18-24 ára, vera góðir námsmenn og hafa lokið stúdentsprófi þegar styrktímabil hefst. Börn Rótarýfélaga geta sótt um til jafns við aðra, en Georgíumenn ákveða í hvaða skóla hver styrkþegi fer.
Umsækjendur þurfa sjálfir að sjá um umsóknina en hér er hægt að nálgast upplýsingar um umsóknarferlið hér á íslensku eða á http://www.grsp.org/apprequirements.htm
Eins þurfa þessi ungmenni sem sækja um að skila inn fyrir 31. október TOFEL prófi sem er hægt að fá upplýsingar um hjá http://www.isoft.is en þeir sjá um rafræn TOFEL próf.
Þá þurfa ungmennin að skila fyrir 31. október svokölluðu ACT prófi sem kemur í stað SAT prófanna, en þau eru tekin í Flensborgarskólanum og sú sem sér um þau heitir Tamara og er með netfangið tamara@flensborg.is , mér skilst að þau próf séu 16. september næstkomandi.