Fréttir
  • Jólaganga eRótarý 2012

15.12.2012

Jólaganga eRótarý

Margt var um manninn og konuna á jólagöngu eRótarý í bænum fimmtudaginn 13. desember sl. og var það samdóma álit fólks að vel hafi til tekist enda gustaði af Jakobi Frímanni og fróðleiksmolarnir voru ekki af verri endanum.

Hófst ferðin á Sólon og voru rúmlega 20 félagar mættir og aukalega 4 börn sem yndislegt var að hafa með í för. Jakob Frímann Magnússon hitaði mannskapinn upp með sögum, markaðspælingum og fleiru. Því næst var arkað upp Skólavörðustíginn, Frakkastíginn og Laugaveginn og endað á Ingólfstorgi þar sem jólabær Reykvíkinga rís.

Jólaganga eRótarý 2012Að lokinni göngu og kærum þökkum til Jakobs hélt hluti af hópnum á Uno þar sem rótarýmeðlimum gafst tækifæri á að fá sér léttar veitingar.

Stjórn klúbbsins þakkaði félagsmönnum og gestum fyrir góða þátttöku og sannan gleðianda og vonast til að þessi hittingur verði árviss viðburður í framtíðinni.