Fréttir

12.4.2018 : Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir tekur senn til starfa

Undirbúningsnefnd vegna stofnunar nýs rótarýklúbbs í Reykjavík hélt nýlega fund með stjórn rótarýklúbbsins e-Rótarý Ísland, þar sem ákveðið var að e-klúbburinn breytti starfsemi sinni í morgunverðarklúbb og gengi inn í það starf sem nú stendur yfir varðandi stofnun á nýjum morgunklúbbi í miðborg Reykjavíkur. Verður notast við vinnuheiti á klúbbnum uns félagarnir sjálfir hafa valið honum nafn. Samþykkt var að vinnuheitið verði Rótarýklúbburinn Reykjavík-Landvættir. Leitast verður við að hafa jafnt kynjahlutfall í klúbbnum og í stjórn hans, og breitt aldursbil almennt í félagahópnum. Gert er ráð fyrir að stofnfélagar verði 30 - 40.  Verðandi forseti klúbbsins er Róbert Melax sem hefur reynslu af störfum í Rótarý, bæði í rótarýklúbbi í Noregi og eins í Suður-Afríku. Fundir klubbsins eru opnir þeim sem þegar hafa ákveðið að skrá sig í klúbbinn og öðrum sem vilja kynnast starfinu með þátttöku í huga. Fundir eru haldnir á veitingastaðnum Jamie Oliver á Hótel Borg kl. 07:45 – 08:45 á þriðjudögum. Meðfylgjandi mynd var tekin af undirbúningsnefndinni á einum af fyrri fundunum.

30.6.2017 : eRótarý veitir samtökunum „Allir gráta“ viðurkenningu

Anton Máni Svansson og Aron Má Ólafssyni t.v.
Rótarýklúbburinn eRótarý Ísland veitti nýverið félagasamtökunum Allir gráta viðurkenningu fyrir framlag samtakanna til bættrar geðheilsu ungmenna á Íslandi.
Forseti klúbbsins, Anton Máni Svansson, afhenti formanni samtakanna, Aron Má Ólafssyni, viðurkenningarskjalið við formlega athöfn á sérstökum klúbbsfundi eRótarý.
Lesa meira

21.8.2015 : Á næstunni hjá eRótarý

Starfsárið er hafið af fullum krafti og efni næstu funda óðum að skýrast. Eins og sjá má er spennandi dagskrá framundan. Fundadagskrá má einnig finna hér á heimasíðu eRótarý.

Lesa meira

12.9.2013 : Stefnir í spennandi umdæmisþing

Selfoss kirkjan og áin

Nú hafa 98 skráð sig á umdæmisþingið sem haldið verður á Selfossi 11.-12. október og 127 manns hafa skráð sig á lokahófið. Stefnir í mjög líflegt og spennandi þing. Áttir þú eftir að skrá þig?

Lesa meira

8.3.2013 : Námskeið í félagaþróun!

6. apríl á Grand Hotel kl. 10-15. Fyrirlesari er Per Hylander

Per Hylander

Námskeið í félagaþrórun, „Workshop on Development of Clubs - tailor made for the individual club“, er yfirskriftin á námskeiði fyrir félaga úr rótarýklúbbum sem bera ábyrgð á félagaþróun. Hvað þarf til að gera starf í rótarýklúbbi áhugavert fyrir nýja félaga? Námskeiðið er á Grand Hotel kl. 10-15, laugardaginn 6. apríl.

Lesa meira

15.12.2012 : Jólaganga eRótarý

Jólaganga eRótarý 2012

Margt var um manninn og konuna á jólagöngu eRótarý í bænum fimmtudaginn 13. desember sl. og var það samdóma álit fólks að vel hafi til tekist enda gustaði af Jakobi Frímanni og fróðleiksmolarnir voru ekki af verri endanum.

Lesa meira