Fréttir

21.8.2015

Á næstunni hjá eRótarý

Starfsárið er hafið af fullum krafti og efni næstu funda óðum að skýrast. Eins og sjá má er spennandi dagskrá framundan. Fundadagskrá má einnig finna hér á heimasíðu eRótarý.

20. ágúst 2015 kl. 12:00 - 13:00 á SATT

Fyrirlesari næsta fundar er Davíð Örn Símonarson. Davíð er ungur frumkvöðull og framkvæmdastjóri hugbúnaðar-fyrirtækisins Appollo-X. Hann var valinn einn af topp 30 framkvæmdastjórum Norður Evrópu undir 30 ára aldri af Nordic Business Report fyrr á þessu ári.
 
Davíð Örn ætlar að segja okkur frá bókinni sem breytti lífi hans.

24. - 27. ágúst - Sprengivika
Þessa vikuna pörum við okkur saman tvö og tvö og mætum á fundi annarra Rótarý klúbba. Yfirlit yfir næstu fundi má finna hér: http://www.rotary.is/rotaryklubbar/nfundur/.

Munið að láta vita og fá skráða mætingu.

3. september kl. 12:00 á SATT
Starfsgreinaerindi frá nýjasta félaga eRótarý, Þóru Þorgilsdóttur.

10. september kl. 12:00 - Heimsókn til Te & Kaffi
Fimmtudaginn 10. september hittumst við hjá Te & Kaffi, Stapahrauni 4, 220 Hafnarfjörður. Þar mun Guðmundur framkvæmdastjóri Te & Kaffi taka á móti okkur ásamt Stefáni framleiðslustjóra og ef tími gefst Sigmundi Dýrfjörð stofnanda Te & Kaffi.  

17. september kl. 12:00 á SATT

Fyrirlesari er Elín Sigurveig Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Íslenskra Fjallaleiðsögumanna.