Fullgildingarhátíð eRótarý Ísland
Agnes Gunnarsdóttir forseti klúbbsins bauð gesti velkomna og sagði frá vinnu við stofnun klúbbsins og þakkaði þeim sem lögt höfðu lið. Tryggvi Pálsson umdæmisstjóri fagnaði stofnun klúbbsins og að tekist hafi að uppfylla öll skilyrði RI fyrir fullgildingarfundinn þótt tæpari hafi ekki mátt standa. Hann sagði þetta merkan áfanga en með stofnun klúbbsins hefði umdæmið nú uppfyllt nýjar kröfur RI um lágmarksfjölda félaga í hverju umdæmi.
Fulltrúar móðurklúbbanna þriggja færðu klúbbnum gjöf, forláta fundarbjöllu og Rkl. Rvk. Árbær færði klúbbnum 100 þús. kr. i heimamund. Umdæmisstjóri hengdi að lokum forsetakeðju um háls Agnesar, forseta eRótarý Ísland, sem var formlegur endir á þessari skemmtilegu athöfn.
T.v.: Agnes Gunnarsdóttir forseti með nýju keðjuna.
T.h.: Fundarbjallan frá móðurklúbbunum
Að ofan: Umdæmisstjóri og fulltrúar móðurklúbbanna ásamt félögum úr eRótarý Ísland.