Kallað eftir hlutum til sölu í Molaporti
Molaport Rótaractklúbbsins Geysis 15. maí
Laugardaginn 15. maí n.k. verður Rótaractklúbburinn Geysir með sitt árlega Molaport, í Ungmennahúsinu Molanum, Hábraut 2 í Kópavogi og er það liður í Kópavogsdögum.
Molaportið er nytjamarkaður þar sem allur ágóði rennur í Polio Plus sjóð Rótarý. Því er þetta tilvalið tækifæri fyrir rótarýfélaga að styrkja sjóðinn með því að gefa hluti á markaðinn og kíkja með fjölskylduna á Molaportið á laugardeginum. Fjölmargir listamenn gefa vinnu sína, allt í þágu baráttunnar við útbreiðslu lömunarveiki.Rótarýfélagar eru hvattir til að leita í bókahillunum, fataskápnum og bílskúrnum, koma með föt, bækur og annað smádót sem gæti nýst og gefa í Molaportið alla vikuna fram að Molaporti. Tekið verður á móti húsgögnum, sem og öðrum hlutum, á milli kl. 11 og 13 á laugardeginum í Molanum.
Þetta er annað Molaport klúbbsins, fyrsta Molaportið var vel heppnað og meðfylgjandi mynd er frá því.
13-17 - Molaportið verður opið kl. 13-17 þar sem hægt er að gera kostakaup, hlusta á góða tónlist, fá vöfflur og kakó eða kaffi og sýna sannan rótarýanda í verki.
Tónlistardagskrá:
kl. 13 – Guðbjörg Hilmarsdóttir
kl. 14 – Gunni Þórðar. og nemendur
kl 15 – Tímaþjófarnir
kl. 15.30 – Sandra, Íris og Co.
kl. 16 – Andra Tríóið