Paul Harris viðurkenning
Á fundi Rótarýklúbbs Reykjavík Austurbær 10. febrúar var Runólfur Þórðarson sæmdur Paul Harris orðunni.
Runólfur gekk í klúbbinn árið 1970. Hann gegndi stöðu ritara árið 1972 og embætti stallara árið 1988. Runólfur var verðandi forseti árið 2005, forseti árið 2006 og fráfarandi forseti 2007.
Þeir sem þekkja Runólf hvað best segja það vel við hæfi að sæma Runólf Paul Harris orðunni einmitt nú á árinu 2011. Ástæðan er sú að það eru 200 ár síðan hinn mikli tónlistarsnillingur Franz List fæddist en Runólfur er einn helsti sérfræðingur Íslands í klassískum píanóleik og sérstaklega í verkum Franz List. Um List hefur Runólfur skrifað greinar í alþjóðleg tímarit og bók um nemendur List.
Runólfi eru færðar bestu þakkir fyrir að sitt framlag og vinnu í þágu Rótaryhreyfingarinnar. Megi hreyfingin njóta góðs af kröftum Runólfs lengi enn.
Aðrir félagar í Rótarýklúbbi Reykjavík-Austurbæ sem skarta Paul Harris orðunni eru:
Jón Reynir Magnússon
Tómas Helgason
Lárus Jónsson
Björn Dagbjartsson
Hjörtur Eiríksson
Pétur Guðfinnsson
Óskar Gunnarsson
Jón Stefánsson
Ólafur B. Thors
Páll Sigurðsson
Tryggvi Pálsson
Arnbjörn Kristinsson