Fréttir

11.12.2008

Rótarýklúbbar styrkja Mæðrastyrksnefnd

Fjölmenni var á rótarýfundi í Rótarýklúbbnum Straumi í morgun þegar fulltrúar frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar mættu til að taka við fjárframlögum frá klúbbnum og Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar.

Fundurinn hófst með hugvekju sr. Jakobs Rollands í Hafnarfjarðarkirkju þar sem Guðmundur Sigurðsson, organisti lék á hið nýja orgel kirkjunnar. Í lok stundarinnar var sungið Heims um ból en þetta er orðinn hefð hjá klúbbnum á þessum árlega aðventufundi. Forseti klúbbsins, Ingibjörg Guðmundsdóttir bauð fulltrúa frá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarða velkomna en gat þess áður að ónefndur félagi í klúbbnum hafi óskað eftir því að 50 þúsund kr. yrðu veittar þurfandi fjölskyldu í bænum í nafni klúbbsins. Hafi sr. Þórhallur Heimisson, félagi í klúbbnum fundið fjölskyldu og tekið að sér að koma fénu til hennar. Var þessum fréttum af framlagi félagans vel fagnað.
Þá afhenti Ingibjörg formanni Mæðrastyrksnefndar, Elísabetu Valgeirsdóttur framlag klúbbsins en að allt fé sem félagar hefðu ella greitt fyrir mat á fundinum rann til nefndarinna. Skúli Valtýsson frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar afhenti Elísabetu einnig fjárframlag frá klúbbnum


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning