Fréttir

23.5.2008

Rótarýgolfmótið 18. júlí

Hið árlega golfmót rótarýklúbba á Íslandi verður að þessu sinni í umsjá Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Mótið verður haldið á Keilisvellinum í Hafnarfirði, föstudaginn 18. júlí.

Keppt verður í punktakeppni með forgjöf hjá einstaklingum og sveitum. Þar að auki verður keppt um besta skor (brutto) einstaklinga og næst holu á öllum par 3 brautum.

Makar rótarýfélaga eru velkomnir og hafa þeir möguleika á að keppa til allra verðlauna utan sveitarkeppninnar en þar telja tveir bestu rótarýfélagar frá hverjum klúbbi.

Boðið verður upp á morgunverð og er mælst til þess að félagar mæti eigi síðar en kl. 9.00. Golfleikurinn hefst stundvíslega kl. 10.00 og verður ræst út samtímis á öllum teigum. Röðun á teiga, keppnisfyrirkomulag, staðarreglur o.fl. verður  greint frá undir morgunverðinum.

 Að móti loknu verður verðlaunaafhending og léttur málsverður, sem er innifalinn í verðinu. Þá verður jafnfram dregið úr skorkortum og næsti klúbbur valinn til að halda mótið 2009.

Skráning í mótið fer fram á golf.is eða hjá Golfklúbbi Keilis í síma 555 3360.

Þátttökugjald er kr. 4.200 á mann.

Rótarýklúbbar eru beðnir um að upplýsa rótarýfélaga um mótið og hvetja til góðrar Þátttöku.

Nánari upplýsingar veita:

J. Pálmi Hinriksson, gsm. 863 6083, netfang: palmih@siminn.is

Guðmundur Friðrik Sigurðsson, gsm. 696 0202, netfang: g.fridrik@is.eurorefund.com

Sigurður Þorleifsson, gsm.  892 5652, tsth@simnet.is




Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning