Fréttir

5.11.2014

Rótarý heiðraði fræðslusetrið Klifið og Hönnunarsafnið

Fræðslusetrið Klif og Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ hlutu viðurkenningar Verðlauna- og styrktarsjóðs Rótarý 2014. Sjóðurinn veitir árlega viðurkenningar fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak á sviði mennta, lista, vísinda eða atvinnumála og til stuðnings samfélagsverkefnum.

Afhending viðurkenninganna fór fram í lokahófi á umdæmisþingi Rótarý sem haldið var í Garðabæ. Sú hefð hefur fests í sessi að veita viðurkenningar til aðila á félagasvæði þess rótarýklúbbs sem heldur umdæmisþingið hverju sinni.  Í ár var það Rótarýklúbburinn Görðum í Garðabæ.

Jón B. Guðnason, Rk Keflavík, formaður stjórnar Verðlauna- og styrktarsjóðsins gerði grein fyrir úthlutuninni. Stjórnin ákvað að veita viðurkenningar til tveggja aðila á félagasvæði Rótarýklúbbsins Görðum og ráðstafa til þess einni milljón króna. Þessir aðilar eru:

1.   Klifið - skapandi fræðslusetur, sem fékk viðurkenningu fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði mennta og samfélagsverkefna.  Klifið – skapandi fræðslusetur hefur það markmið að bjóða upp á fjölbreytt og skapandi námskeið, fyrir börn jafnt sem fullorðna, sem auðga líf fólks.  Klifið leggur sig fram við að bjóða upp á fræðslu við hæfi ólíkra hópa, fræðslu sem vekur áhuga, og auðgar líf fólks á öllum aldri. 

2.   Hönnunarsafn Íslands hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi og nýstárlegt framtak á sviði lista og atvinnumála. Árið 2009 var safninu valinn staður við Garðatorg í Garðabæ.  Safnið gegnir í dag mikilvægu hlutverki í listalífi Garðabæjar.  Helstu markmið safnsins eru að safna hönnunargripum og varðveita þá sem marktækan vitnisburð um íslenska hönnunar- og

Ásta Sölvadóttir

listhandverkssögu og verða leiðandi stofnun á því sviði.  Ennfremur að miðla íslenskri og erlendri hönnunarsögu með sýningum, útgáfum og fræðslu fyrir almenning.  

                                                                                                                                         Harpa Þórsdóttir                                                                                          

Jón B.Guðnason, formaður sjóðsnefndar og Guðbjörg Alfreðsdóttir, umdæmisstjóri Rótarý, báðu síðan fulltrúa þeirra aðila sem tilnefndir höfðu verið að stíga fram og taka við viðurkenningum og styrkjum. Ásta Sölvadóttir veitti viðtöku 500.000 kr. styrk fyrir hönd Klifsins, skapandi fræðsluseturs, og Harpa Þórsdóttir 500.000 kr. styrk fyrir hönd Hönnunarsafns Íslands. Þær Ásta og Harpa höfðu komið fram á fundi umdæmisþingsins og sagt þingfulltrúum frá Klifinu og Hönnunarsafninu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning