Fréttir
  • Skákmót

2.5.2012

Rótarýklúbbur Grafarvogs verðlaunar unga skákmenn í Fjölni

Rótarýklúbbur Grafarvogs verðlaunar árlega ákveðna hópa eða einstaklinga sem skara framúr. Að þessu sinni voru það ungir skákmenn í Rimaskóla.

SkákmótSumnarskákmót Fjölnis var að þessu sinni haldið 1. maí og fór fram við góðar aðstæður í Rimaskóla. Mótið var fjölmennt og þátttakendur voru flestir reyndir og öflugir skákmenn. Rimaskólameistarinn og verðlaunahafinn á heimsmeistaramóti áhugamanna, Oliver Aron Jóhannesson sýndi mikið öryggi og virtist fyrirhafnarlítið landa enn einum sigurlaununum. Hann hlaut 5,5 vinninga af 6 mögulegum. Hinir gríðarsterku félagar hans í A sveit Rimaskóla, Dagur Ragnarsson 5 vinningar og Jón Trausti Harðarson 4,5 vinningar komu næstir. Alvöru íslenskir skákmenn þarna á ferðinni. Yngstu meistararnir okkar, þau Vignir Vatnar úr Hörðuvallaskóla og Nansý Davíðsdóttir Rimaskóla urðu í næstu sætum með 4,5 vinninga eins og Jón Trausti og tefldu afar skemmtilega. Stelpurnar Svandís Rós , Hrund og Elín Nhung voru allan tímann í toppbaráttunni líkt og Jóhann Arnar Finnsson Rimaskóla sem skellti Vigni Vatnari í fyrstu umferð og Felixi Steinþórssyni sem vann fyrstu þrjár skákirnar sínar. Athyglisverðasta skákin var tvímælalaus jafnteflisskák þeirra Joshua Davíðssonar í 1. bekk Rimaskóla og Vignis Vatnars sem eftir hnífjafna skák emdaði með því að Joshua pattaði Vigni, átti kóng og hrók á móti kóngi. Þarna eigum við Íslendingar aldeildis efnilega skákmenn sem fylgst verður með næstu árin og vonandi áratugina. Rimaskólakrakkar voru mjög áberandi í efstu sætum og voru 9 þeirra í 12 efstu sætunum.

Rótarýklúbburinn Reykjavík – Grafarvogur gaf verðlaunagripi og var Björn Viggósson forseti klúbbsins heiðursgestur mótsins og afhenti sigurvegurum verðlaunin. Með honum í för var Hilmar bróðir hans, gamall landsliðsmaður í skák, en á æskuheimili þeirra bræðra var teflt daglega. 

Tefladr voru sex umferðir og hver vinningur því dýrmætur. Fimmtán efstu skákmenn mótsins hlutu verðlaun, pítsu og bíómiða en auk Rimaskólakrakka og Felixar hlutu þeir bræðrasynirnir Hilmir Hrafnsson og Bjarki Arnaldarson verðlaun og Hofstaðaskólapilturinn Ísak Logi Einarsson. Stefán Bergsson frá Skákakademíu Reykjavíkur sá um mótstjórn ásamt Helga Árnasyni formanni skákdeildar Fjölnis. Í skákhléi var öllum keppendum, foreldrum og starfsmönnum mótsins boðið upp á pítsur og gos eins og þeim lysti. Góður endir á árangursríku vetrarstarfi Skákdeildar Fjölnis.