Fréttir

6.4.2006

Stofnendur Myndlistaskóla Kópavogs eldhugar Rótarýklúbbs Kópavogs 2006

F.v.: Bragi Michaelsson, formaður viðurkenningarnefndar Rótarýklúbbs Kópavogs, eldhugarnir Sólveig Helga Jónasdóttir og Sigríður Einarsdóttir og forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, Gylfi Gröndal.


Rótarýklúbbur Kópavogs hefur veitt hina árlegu viðurkenningu klúbbsins, ELDHUGANN, og að þessu sinni hlutu viðurkenninguna tvær konur, Sigríður Einarsdóttir og Sólveig Helga Jónasdóttir.

 

 

 

Árið 1988 stofnuðu þær Sigríður og Sólveig Myndlistarskóla Kópavogs, en skólinn var frá upphafi sjálfseignarstofnun. Þá starfaði í Kópavogi tónlistarskóli og skólahljómsveit. Skólinn var frá upphafi sjálfseignarstofnun en fyrstu árin leigði hann að Auðbrekku en árið 1992 var skulinn fluttur í Digranes og starfaði þar allt til ársins 2000 er hann flutti í núverandi húsnæði að Fannborg 6.

Myndlistarskólinn hefur frá upphafi notið styrkja frá Kópavogsbæ en síðustu þrjú ár hefur hann verið inni á fjárlögum Alþingis og notið þaðan fjárframlaga en auk þess greiða nemendur námskeiðagjald. Allt að 300 nemendur stunda nám við Myndlistaskóla Kópavogs og hafa þeir fengið námið viðurkennt fari þeir í aðra myndlistaskóla auk þess sem þeir fá það metið við Menntaskóla Kópavogs.

Sigríður Einarsdóttir hefur frá upphafi starfað við stjórn skólans og Sólveig var það einnig fyrstu árin, en síðustu árin hefur hún setið í stjórn skólans. Þær hafa auk þess unnið fullt starf við kennslu við aðra skóla.

Viðurkenningin sem þær Sigríður og Sólveig hlutu er glerlistarverk eftir listamanninn Ingu Elínu.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning