Jólatré sótt í skógarlundinn
Börnin vildu að sjálfsögðu stór jólatré - og fengu! |
Félagar í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar og fjölskyldur þeirra komu í skógræktarreit klúbbsins við Klifsholt í dag til að höggva sér jólatré. Þetta er gamall siður í klúbbnum og það var fjölmennt í skóginum í dag þegar börn og fullorðnir börðust í gegnum skógarþykknið til að velja sér jólatré við hæfi. Sumir mættu með kakó og smákökur og voru að sjálfsögðu ónýskir á það og þegar snjókornin féllu var sannkölluð jólastemmnig í skóginum.
Stolt fjölskylda með nýfellt jólatréð |
Unnið er að undirbúningi að uppbyggingu á svæðinu en þar hefur verið plantað á hverju ári um langt skeið og á síðasta ári var komið fyrir borðum og bekkjum minningarsteinn um látna félaga verður reistur þar á nýju ári, göngustígar verða merktir og svæðið gert aðgengilegra.
Guðni Gíslason mætti með myndavélina á staðinn og fangaði jólaskógarstemmninguna.
|
|