Fréttir

29.5.2006

Golfmót Rótarýklúbbanna á Íslandi

Hið árlega golfmót Rótarýklúbbanna á Íslandi verður að þessu sinni á vegum Rótarýklúbbs Kópavogs á Vífilsstaðavelli (GKG) þriðjudaginn 18. júlí.

 

Ræst verður út samtímis á öllum teigum stundvíslega kl. 9.30 að morgni.

Tilkynna skal um þátttöku sem fyrst og eigi síðar en föstudaginn 14. júlí kl 18. Senda skal tilkynningu um þátttöku til gudmundur@pta.is

Mótið er opið öllum Rótarýfélögum og mökum þeirra. Fjöldi þátttakenda takmarkast við 72 þar sem ræst er út af öllum teigum samtímis. Þátttökugjald er kr 3.500 á mann.

Að móti loknu verður verðlaunaafhending og léttur málsverður, sem er innifalinn í verðinu.

Nánari upplýsingar og skráningarblöð hafa verið send klúbbunum í tölvupósti. 


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning