Fréttir
Rótarýdagurinn
Fjölmargir þáðu upplýsingar í Smáralindinni
Fjöldi manns var í verslunarmiðstöðinni Smáralind á Rótarýdaginn 28. febrúar sl. og fjölmargir þáðu upplýsingar um starfsemi Rótarý frá félögum í Rótarýklóbbi Kópavogs, Rótarýklúbbnum Borgum og Rótarýkkúbnum Þinghóli, en klúbbarnir í Kópavogi sameinuðust um kynningu á Rótarýhreyfingunni.
Rótarýfélagar ásamt gestum með kynningarrit og öskjur undir ónýtar rafhlöður.
Krakkar úr Skólahljómsveit Kópavogs léku nokkra stund fyrir gesti sem heimsóttu svæðið þar sem kynningin fór fram.