Fréttir
  • Friðarþing skáta 1

14.10.2012

Rótarý á Friðarþingi skáta

Kristján Haraldsson umdæmisstjóri, Guðni Gíslason kynningarstjóri Rótarý, Margrét Friðriksdóttir fv. umdæmisstjóri, Sesselja Ingvadóttir í friðarstyrkjanefnd og Tryggvi Pálsson fv. umdæmisstjóri stóðu vaktina og kynntu friðarstyrki Rótarý og Rótarý almennt á Friðarþingi skáta sem haldin var í Hörpu um helgina.

Friðarþing skáta 3Fjölmargir spennandi fyrirlesarar voru á þinginu, m.a. Helga Þórólfsdóttir sem var önnur til að fá friðarstyrk Rótarý. Útbúinn hafði verið standur með upplýsingum um friðarstyrkina og kynningarblað um verkefni Rótarý sem dreift var ásamt kynningarbæklingi um æskulýðsstarf og bæklingnum Hvað er Rótarý.

Rótarýumdæmið kynnir starfsemi sína ekki oft með þessum hætti en var þó síðast með kynningarborð í tengslum við Reykjavíkurmaraþon.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning