Fréttir

13.10.2014

Umdæmisþingið: Góðir gestir frá Finnlandi og Svíþjóð upplýstu um Rótarý úti í heimi

Venju samkvæmt voru fulltrúar alþjóðaforseta Rotary, sem nú er Gary C.K. Huang frá Taiwan, og rótarýumdæmanna á Norðurlöndunum gestir umdæmisþingsins í Garðabæ.

Leila Ritseli frá Finnlandi var fulltrúi alþjóðaforsetans á þinginu. Leila og Juha eiginmaður hennar eru bæði læknar og  hafa þau verið ötulir þátttakendur í alþjóðlegum verkefnum Rótarý um langt skeið. Leila gerði grein fyrir áhersluatriðum á stefnuskrá alþjóðaforsetans á yfirstandandi rótarýár, m.a. aukinni kynningu á starfsemi hreyfingarinnar. Leila Risteli rakti stöðu meginverkefna lið fyrir lið og sagði einnig frá áhugaverðu hjálparstarfi sem finnskir rótarýfélagar hafa staðið fyrir í Indlandi. Finnsku hjónin færðu umdæmisstjórahjónunum íslensku þakklætisvott fyrir móttökurnar, glerlíkan af vita, sem þau kváðust vona að myndi varpa ljósi á Rótarý á Íslandi.

Anders Wallin, umdæmisstjóri í umdæmi 2330, Sandvik, Svíþjóð og eiginkona hans Aja voru fulltrúar rótarýumdæmanna á Norðurlöndunum. Í ávarpi sínu lagði Anders Wallin sagði frá umræðum, sem fram hefðu farið í heimsóknum hans í fjölmarga rótarýklúbba, þar sem rætt hefði verið um túlkun á einkunnarorðum ársins hjá hreyfingunni á ensku, Light Up Rotary.  Hann sagði að upplýsing og fræðsla um Rótarý út á við væri kjarni málsins. Einnig væri þetta hvatning um að létta yfirbragð Rótarý, sem hefði orð á sér að vera nokkuð alvarlegur félagsskapur. Og þá mætti líka skilja þetta svo, að Rótarý væri eins og kerti til að tendra og ætti að lýsa upp umhverfi sitt.

Norrænu gestirnir tóku virkan þátt í störfum þingsins og komu fram við ýmis tækifæri. Þeir voru m.a. viðtaddir rótarýfund hjá Garðabæjarklúbbnum og tóku þar á móti borðfánum sem forseti klúbbsins Eiríkur Þorbjörnsson afhenti þeim.


Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning