Nýtt tölublað Rotary Norden prentað og rafrænt
Komið er út nýtt tölublað af Rotary Norden, nr. 7 2015. Allir rótarýfélagar á Íslandi eiga að fá blaðið sem gefið er út samkvæmt ákvörðun Rotary International.
Alls koma út 32 sjálfstæð, svæðisbundin málgögn rótarýhreyfingarinnar á mörgum tungumálum á hinum ýmsu heimssvæðum auk mánaðarblaðsins The Rotarian, sem alþjóðaskrifstofa Rotary gefur út og þjónar fyrst og fremst rótarýfélögum í Bandaríkjunum.
Áskrifendum Rotary Norden gefst kostur á að fá prentaða útgáfu blaðsins senda í pósti eða rafræna útgáfu, sem hægt er að taka á móti á tölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Blaðið er gefið út sem pdf. á slóðinni hér.
Sérstakt app er einnig fáanlegt á AppStore, PlayStore og á Windows Store fyrir spjaldtölvur og síma. Það heitir einfaldlega Rotary í leit og er ókeypis til niðurhals.