Fréttir

12.8.2010

Nýjar leiðir í söfnun og miðlun tölfræðigagna

Rótarýklúbbur Reykjavík - Austurbær hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa hlýtt á sérlega áhugaverða fyrirlestra undanfarið ár.
Á fundi 12. ágúst hélt Hjálmar Gíslason stofnandi og framkvæmdarstjóri DataMarket fyrirlestur um hvernig hægt er að miðla tölulegum upplýsingum á lifandi og litríkan hátt.
Datamarket er sprotafyrirtæki sem vakið hefur mikla athygli bæði hérlendis og erlendis.
Erindi Hjálmars heitir „Landsins gögn og nauðsynjar - vannýtt auðlind?“ Erindið vakti mikla hrifningu. Hjálmar sagðist fús að heimsækja aðra klúbba með fyrirlesturinn sem vekur án efa áhuga hvort heldur fyrirtækja eða einstaklinga.