Fréttir

25.2.2011

Norðurlandamót Rótarý í golfi

Dagana 2. til 5. ágúst n.k. verður árlegt Norðurlandamót Rotary í golfi haldið í Finnlandi.
Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni:

www.viaregi.com/NordicRotaryGolf2011


Árið 2009 var mótið haldið í Danmörku og vorum við þá tveir rótarýfélagar frá Íslandi sem tókum þátt ásamt mökum.
S.l. ár var mótið haldið í Hamar í Noregi og vorum við þá þrír frá Íslandi ásamt mökum.
Þetta eru sérstaklega vel skipulögð og skemmtileg mót.

Í tengslum við mótið í Hamar í Noregi s.l. sumar var haldinn fundur hjá skipulagsnefnd mótanna og var mér boðið að taka þátt í þeim fundi.  Fram kom á fundinum að þeir hafa áhuga á að halda mótið á Íslandi árið 2014.

Það væri gaman að sjá enn fleiri rótarýgolfara frá Íslandi í Finnlandi næsta sumar.

 

Bestu kveðjur

Jón Vignir Karlsson
Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar Útlit síðu:

Tungumál:

English

Innskráning:

Innskráning